- Auglýsing -
Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa gefið út að 490 hafi nú látist af völdum Wuhan-kórónaveirunnar á meginlandi Kína, að því er fram kemur á RÚV.
Smittilfellin þar í landi eru nú orðin 24.324. Tvö dauðsföll hafa orðið utan Kína af völdum veirunnar, annars vegar á Filippseyjum og hins vegar í Hong Kong. Hafa smit greinst í 20 löndum utan Kína meðal annars í Finnlandi og í Svíþjóð. Eins og kunnugt er hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýst yfir neyðarástandi sökum þessa, til að liðka fyrir framlögum til smitvarna og rannsókna.