Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.8 C
Reykjavik

Davíð reiður: Ítrekuð lögbrot Ríkisútvarpsins og einbeittur brotavilji starfsmanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Þegar horft er yfir feril Ríkisútvarpsins á undanförnum árum hljóta að minnsta kosti að vakna efasemdir um að þau lögbrot sem stofnunin hefur framið séu einungis saklaus og afsakanleg mistök,“ skrifar Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í leiðara blaðsins í daag. 

Engum hefur dulist sú afstaða hans og Morgunblaðsins, sem haldið er úti af Guðbjörgu Matthíasdóttur athafnakonu, að Ríkisútvarpið sé í senn siðlaust og til óþurftar í hvívetna. Í leiðara dagsins fjallar Davíð um lögbrotin sem hann rekur til viðhorfa starfsmannna.

„Getur verið að lögbrotin stafi af viðhorfi starfsmanna og innbyggðri afstöðu stofnunarinnar sjálfrar til sín og annarra? Getur verið að ítrekuð „mistök“ stafi af því að innan stofnunarinnar hafi orðið til það viðhorf að hún sé svo merkileg og hafi þá stöðu í þjóðfélaginu að hún sé í raun hafin yfir lög?“

Davíð rifjar upp að Ríkisútvarpið hafi orðið uppvíst að enn einu brotinu. Og það tengist enn auglýsingum.

„Í gær birti Fjölmiðlanefnd ákvörðun nr. 1/2021 með þeirri „niðurstöðu að Ríkisútvarpið ohf. hafi brotið gegn 5. mgr. 41. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011 með birtingu auglýsinga í tengslum við Krakkafréttir, sjónvarpsþátt sem er ætlaður börnum yngri en 12 ára og er sýndur á RÚV.“ Þetta brot, líkt og sum önnur, virðist stafa af því að Ríkisútvarpið telur sjálfsagt að það dansi almennt á mörkum hins löglega, sé sífellt að láta reyna á mörkin“.  Leiðarahöfundurinn telur eðlilegt að stofnun sem árlega fær milljarða króna frá skattgreiðendum fylgi lögum og reglum. Hann rifjar upp önnur nýleg dæmi um brot Ríkisútvarpsins tengd auglýsingum og kostun.

„Fjölmiðlanefnd komst að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpinu hefði verið óheimilt að fá kostun á sjónvarpsþátt og sömuleiðis að því hefði verið óheimilt að rjúfa þátt með auglýsingum. Enn fremur hefur Fjölmiðlanefnd komist að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpið hafi brotið gegn lögum um hámarksmagn auglýsinga á hverri klukkustund. Loks má nefna – og er þetta þó fjarri því tæmandi upptalning – að Ríkisútvarpið var sektað vegna „ófullnægjandi birtingar gjaldskrár fyrir auglýsingar og kostanir í tengslum við heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, HM 2018 á RÚV“.

- Auglýsing -

Hann telur að sektin, sem Ríkisúvarpinu var gert að greiða, hafi vetrið smávægileg miðað við tjónið sem stofnunin olli öðrum á markaðnum og miðað við þann ávinning sem hún hafði af lögbrotinu.

„Þetta er raunar gegnumgangandi með þær sektir sem lagðar eru á stofnunina, þær eru það lágar að þær hafa engin áhrif á brotaviljann. Ríkisútvarpið starfar á markaði, nánar tiltekið á fjölmiðlamarkaði og á auglýsingamarkaði. Það er umhugsunarvert, svo ekki sé meira sagt, að þessi ríkisstofnun, sem fær um fimm milljarða króna á ári frá skattgreiðendum og er auk þess leyft að afla milljarða króna í auglýsingatekjur, skuli ganga fram af því offorsi á auglýsingamarkaði sem dæmin sanna“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -