Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Davíð Þór predikar um hið „þurrbrjósta þjóðfélag“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hvenær verður samfélag okkar með þeim hætti að læknar þurfi á leið sinni í vinnuna að klofa yfir lík fólks sem látist hefur úr auðlæknanlegum sjúkdómum af því að það hafði ekki efni á aðhlynningunni?“ spurði Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju í predikun á sunnudag.

Í predikuninni, sem hefur verið birt á vefsíðu Laugarneskirkju undir fyrirsögninni „Þurrbrjósta þjóðfélag“, fjallar Davíð um vín Jesú og ber það m.a. saman við veigar Díónýsusar; „Jesús er kominn til að veita fólki miklu betra vín en nokkur Díónýsusarblót buðu upp á. Hann er kominn til að brjóta af okkur hlekkina sem meina okkur að lifa lífi í gnægðum reist og frjáls, ekki bara í algleymi einar kvöldstundar heldur ævina á enda og um alla eilífð.“

LESTU VIÐTAL VIÐ DAVÍÐ ÞÓR Í ÁRAMÓTABLAÐI MANNLÍFS.

En hvar standa hin tómu steinker? spyr Davíð. „Má benda á kirkjuna?“ spyr hann. Svarið er nei. „Sá sem hreykir sér af trúleysi sínu nú á dögum er að hreykja sér á tindi normalkúrfunnar,“ segir presturinn m.a. og lýsir aðdáun sinni á ungmennum sem sækja kristilegt starf.

Síðan „álpast“ hann „beint ofan í stærsta tóma steinkerið í samfélagi okkar.“

„Af hverju er kirkjan að leysa út geðlyf fyrir fólk sem er með greiningu og uppáskrift frá lækni upp á að það þurfi á þeim að halda til að geta liðið nokkurn veginn sæmilega vel? Hversu gríðarlega mikil ónauðsynleg þjáning á sér stað, bæði fyrir hina veiku og aðstandendur þeirra, hve mikil vanlíðan og sálarkvalir sem hægt væri að koma í veg fyrir, af því að hinir veiku eru ekki aflögufærir um þessa þúsundkalla sem það kostar að leysa lyfin út – á sama tíma og ráðamenn þjóðarinnar verða uppvísir að því að koma milljörðum af sínu eigin fé úr landi með vafasömum hætti, innherjaupplýsingum og jafnvel skjalafölsunum, án þess að það hafi neinar afleiðingar fyrir þá?“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -