Sunnudagur 22. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Davíð Þór var að fríka út yfir foreldrahlutverkinu- Aldursmunur barnanna er 34 ár

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég veit voðalega lítið hvernig það var að eignast barn fyrir 37 árum. Ég var ekkert mikið til staðar. Það var voðalega skrýtið að verða þá faðir. Ég í raun og veru fríkaði svolítið út gagnvart því. Þannig að samband mitt við elstu dóttur mína var eiginlega ekki neitt fyrr en hún varð unglingur og við gátum farið að hafa milliliðalaus samskipti,“  segir Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugaráskirkju, í Helgarviðtali Mannlífs um ástina og barneignir.

Davíð Þór á fimm börn á aldrinum 3-37 ára og fimm barnabörn á aldrinum 2-12 ára. Hann eignaðist sitt fyrsta barn, dóttur, þegar hann var 18 ára. Í dag er hann hamingjusamlega kvæntur og á tvö ung börn með eiginkonu sinni, Þórunni Grétu, sem er 16 árum yngri en hann.

Davíð Þór flaug rúmlega þrítugur til Egilsstaða til að skemmta nemendum Menntaskólans á Egilsstöðum. Ung menntaskólastúlka, Þórunn Gréta Sigurðardóttir, fékk það verkefni að sækja hann út á völl, skutla honum síðan á hótel og aka honum síðan út á flugvöll daginn eftir. „Það er 16 ára aldursmunur á milli okkar; ætli hún hafi ekki verið 17-18 ára. Ef einhver hefði sagt mér þá að þessi menntaskólastelpa ætti eftir að verða konan mín og móðir tveggja barna minna þá hefði ég nú sennilega rekið upp stór augu. Jú, jú, það fór ágætlega á með okkur.“

Davíð Þór og Þórunn Gréta áttu eftir að fara vegferð saman áður en ástin tók yfir.

Einlægt helgarviðtal Mannlífs við Davíð Þór um trúna, alkóhólsmann og ástina má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -