Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Deilan í dag: „Dyr hót­els­ins opnaðar með lög­reglu­valdi við fagnaðarlæti Efl­ing­ar­fólks“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljóst er að for­svars­menn Ís­lands­hótela ætla ekki að hleypa verk­falls­vörðum Eflingar á hótel sín; segja á­stæðuna fyrir því vera hótanir þeirra í garð starfs­manna annarra stéttar­fé­laga sem eru ekki í verk­föllum.

Kemur þetta fram í til­kynningu frá hótelinu; þar segir að á­kvörðunin hafi verið tekin eftir há­degi í dag:

„Verk­falls­verðir Eflingar, sem mættu á hótel Ís­lands­hótela eftir há­degi í dag, hófu svo að hóta starfs­mönnum annarra stéttar­fé­laga sem voru við störf, sem og yfir­mönnum sem lög­lega voru að sinna sinni vinnu, að­gerðum ef þeir leggðu ekki niður störf.

Rétt er að í­treka og undi­strika að starfs­menn annarra stéttar­fé­laga eru sannar­lega ekki í verk­falli og voru með engu móti að ganga í störf Eflingar­fólks.

Efling hefur með þessu farið langt yfir eðli­leg mörk og í ljósi að­gerðanna hafa for­svars­menn Ís­lands­hótela nú á­kveðið að taka fyrir frekari heim­sóknir full­trúa Eflingar,“ segir í áðurnefndri til­kynningu.

- Auglýsing -

Kemur einnig fram að þessi á­kvörðun muni verði endur­skoðuð ef breyting verði á af­stöðu Eflingar um það sem forsvarsmenn Íslandshótela segja vera „eðli­lega og sann­gjarna verk­falls­vörslu af þeirra hálfu.“

Ís­lands­hótel voru búin að sam­þykkja að leyfa tveimur aðilum frá Eflingu að sinna verk­falls­vörslu á hótelinu.

Trúnaðarmaður Efl­ing­ar, Örvar Þór Guðmunds­son, tjá­ði sig við vefinn mbl.is að verk­falls­brot hafi átt sér stað; þrjár lög­reglu­bif­reiðar komu á vett­vang og voru dyr hót­els­ins opnaðar með lög­reglu­valdi við mik­il fagnaðarlæti Efl­ing­ar­fólks.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -