Föstudagur 3. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

50 í sóttkví á Landspítala vegna bresku Covid-veirunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmaður Landspítalans greindist með Covid-19 í gær. Hópur starfsmanna og sjúklinga var sendur í sýnatöku vegna þessa. Deildinni þar sem smitið kom upp hefur verið lokað og eru um fimmtíu starfsmenn og sjúklingar eru í sóttkví.  Deildin, A3,  er dagdeild, þar er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Á deildinni er einnig rannsóknarsetur svefnlækninga og starfaði viðkomandi á þeirri deild.

Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir aðstoðarmaður forstjóra Landspítala í samtali við Vísi. Hún segir smitrakningu standa yfir og búast megi við niðurstöðu úr sýnatöku mjög bráðlega.

Anna Sigrún segir það áhyggjuefni að viðkomandi voru ekki að koma erlendis frá sem þýði aðeins að veiran sé úti í samfélaginu.

Málið litið afar alvarlegum augum af heilbrigðisyfirvöldum

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, tekur undir að smitrakning sé í fullum gangi og verið sé að fara yfir stöðuna og uppruna hennar.  

Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans.segir að líkur að um hið svokallaða breska afbrigði sé að ræða. Mögulega tengist tilfellið smiti sem greindist á landamærum í byrjun mánaðar. Smitrakning teygir sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sem smitaðist sótti tónleika á föstudaginn.

- Auglýsing -

Mögulega tengist tilfellið smiti sem greindist á landamærum í byrjun mánaðar. Smitrakning teygir sig einnig inn í Hörpu þar sem starfsmaður spítalans sem smitaðist sótti tónleika á föstudaginn. Már segir að um afar gætin einstakling sé að ræða.

Hann vonar að hægt verði að bólusetja starfsmenn hraðar til að draga úr líkunum á því að starfsfólk geti borið smit til sjúklinga.

Fyrsta innanlandssmitið í nokkurn tíma

- Auglýsing -

Síðasta skráða innanlandssmitið samkvæmt covid.is er frá 26. febrúar en var viðkomandi í sóttkví. Það var því síðast þann 1. febrúar sem einstaklingur greindist með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví, eða þangað til smit kom upp hjá starfsmanni Landspítala í gær. Þá voru liðnar tæpar fimm vikur frá því einstaklingur greindist síðast með covid-19 innanlands sem ekki var í sóttkví samkvæmt tölulegum gögnum á covid.is.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -