Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, körfuboltamanninum Tristan Thompson.
Khloé hefur verið dugleg að leyfa aðdáendum sínum að fylgjast með meðgöngunni á Instagram og hefur birt ófáar bumbumyndirnar síðan hún opinberaði óléttuna fyrir þremur mánuðum síðan.
Nú styttist í litla kraftaverkið, en Khloé birti ofboðslega fallega og eggjandi óléttumynd af sér í undirfötum í vikunni.
Á myndinni er Khloé í smekklegum og svörtum blúndunærfötum og svörtum slopp, er hún horfir dreymin fram á við, enda afar fallegur en krefjandi tími framundan.
Sjá einnig: Héldu svakalegt steypiboð fyrir ófædda dóttur sína
Khloé hefur talað opinskátt um það í gegnum tíðina að hana langi í börn og því ekki skrýtið að hún vilji að allur heimurinn fái að sjá kvið hennar stækka og dafna. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem hún hefur birt á Instagram á meðgöngunni: