Miðvikudagur 22. janúar, 2025
-0.3 C
Reykjavik

Deilt innan Félags kvenna í atvinnurekstri: Svanhildur í vörn fyrir Loga: „Varstu í herberginu?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Deilur hafa sprottið á samskipamiðli Félags kvenna í atvinnurekstri vegna aðildar Loga Bergmann Eiðssonar að máli Vítalíu Lazareva sem sakar fjölmiðlamanninn um að að hafa misboðið sér kynferðislega á hótelherbergi í Borgarfirði. Logi birti tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem hann sagðist saklaus af því að hafa brotið á Vítalíu en viðurkennir þó að hafa gengið inn á Vítalíu og ástmann hennar, Arnar Grant, á hótelherbergi þeirra og þannig „farið yfir mörk í einkalífinu“ eins og hann orðaði það. Þegar litið er á þann aragrúa fólks sem líkar við færslu Loga og sýnir þannig stuðning sinn, má sjá margar þekktar persónur.

Sigríður Hrund Pétursdóttir er ein þeirra sem líkaði við færsluna í gær en hún er formaður  Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA). Sigríður hefur nú dregið „like“ sitt til baka.
Ólga er innan félagsins vegna stuðnings hennar við meintan geranda en Sigríður Hrund hefur nú tekið til baka þumalinn við yfirlýsingu Loga.

„Mér þætti betra að formaðurinn okkar væri ekki að taka opinbera afstöðu með manni á Facebooksíðu sinni sem verið er að saka um að fara yfir mörk konu. Þetta er alveg til þess fallið að vekja athygli og neikvæðum sjónum að félagi okkar. Ást og friður,“ skrifar einn af meðlimum félagsins og birtir skjáskot af stuðningsþumli Sigríðar Hrundar.

Eiginkona Loga, Svanhildur Hólm Valsdóttir er meðlimur í félaginu. Hún kemur Loga til varnar og svarar þessum pósti og býður konum sem þurfa að ræða málið að hafa samband við sig persónulega. „Sælar. Ég þekki til málsins. Ef einhverjar hér vilja ræða það við mig er þeim velkomið að hafa samband.“

Harpa nokkur spyr Svanhildi; „Varstu í herberginu?“

Svanhildur svarar um hæl. „Ég ætla ekki að ræða þetta á þessum nótum hér, en ef þú vilt heyra í mér persónulega er ég alveg til.“

- Auglýsing -

Hildur svarar Svanhildi og segir sína skoðun. „Mér þykir leitt að þú skulir þurfa að standa í þessu Svanhildur, stórt knús til þín. En það breytir ekki því að sem félag og sem frontur á félagi, þá getum við ekki leyft okkur að taka afstöðu á móti þolendum í slíkum málum, eða það er mín skoðun í það minnsta.“

Svanhildur svarar; „Takk, og mér finnst ekki heldur að samtök yfirleitt eigi að gera það.“

Þegar litið er svo yfir þau sem líkað hafa við yfirlýsingu Loga má sjá þó nokkra þjóðþekkta Íslendinga.

- Auglýsing -

Sjálfstæðismenn eru áberandi en þar ber helst að nefna Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, Hannes Hólmstein Gissurason, Katrínu Atladóttur, Davíð Þorláksson og Sigurð Kára Kristjánsson.

Þá má einnig sjá Ingólf Þórarinsson, eða Ingó Veðurguð eins og hann er kallaður, á listanum sem og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur en hún er ein af forsvarskonum félagsins Konur eru konum bestar, sem styrkt hefur ýmsar stofnanir sem koma að málefnum kvenna. Þar ber helst að nefna Kvennaathvarfið og Stígamót.
Inga Lind Karlsdóttir og Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og einn höfunda úttektarskýrslu ÍSÍ um ofbeldismál, hafa einnig líkað við færslu Loga.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -