Fimmtudagur 26. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Deilt um verklag matsmanna í forsjármálum: „Þetta er bara svartur blettur á okkur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Gott að þú sért að skoða þetta,“ sagði reyndur sálfræðingur á dögunum í samtali við Mannlíf er hann var spurður út í áreiðanleika persónuleikaprófa. Sálfræðingurinn vill ekki láta nafn síns getið af persónulegum ástæðum en sagði hann persónuleikapróf vera hluti af þörf fólks fyrir að skilgreina en má rekja hana aftur til forngrikkja. Þar var kenningin sú að hægt væri að greina karakter út frá útliti fólks en á nítjándu öld tók við önnur kenning, svokölluð höfuðlagsfræði.

„Þeir töldu sig geta mælt stöðu augna og eyrna upp á millimetra og út frá þessu var hægt að sjá fyrir um persónuleika fólks,“ sagði hann og bætti við að eitt sinn hafi vísindin verið svona en nú til dags sé hlegið af þessu.
„Nú á 20. öldinni er farið að spá fyrir með persónuleikaprófum, þessi próf eru öll þannig að þetta er bara glás af spurningum, þær eru lagðar fyrir stóran hluta fólks og ur því verða til einhver viðmið. Það eru svo þessir svar- prófílar og viðmið byggð á þeim sem eru notuð – þar með talin í forsjármálum.“

Sagði hann staðreyndina vera að notkun prófanna gríðarlega umdeilda.
„Við getum ekki slegið neinu föstu til dæmis um foreldrahæfni, tel ég.“
Taldi hann einnig mikilvægt að hafa það hugfast að megin deilan innan persónuleikasálfræðinnar væri hvort að persónuleikaþættir séu stöðugt fyrirbæri. Sem dæmi varpaði hann fram þeirri spurningu hvort niðurstaða persónuleikaprófsins yrði sú sama ef einstaklingur tæki prófið í dag og svo aftur eftir 10 ár.

„Það er enginn botn kominn í þessa deilu, hversu stöðugt fyrirbæri er persónuleiki og það er mjög margt sem bendir til þess að hann sé óstöðugur“.
„Þegar þú ert að tala um þetta út frá forsjárhæfnismötunum, hvaða áhrif hefur það á það hvernig persónuleiki konu mælist ef hún hefur búið við það að vera barin í 10 ár. Hvernig kemur það út a svona prófi og er það að hafa orðið fyrir ofbeldi með barninu talið gegn henni?“.

Ekkert persónuleikaprófanna hefur verið staðlað á Íslandi og taldi sálfræðingurinn prófin ekki eiga erindi í forsjárhæfnideilum.

„Er þetta relevant í forsjárhæfnisdeilu? Stutta svarið við því er bara nei og þá komum við að því sem er að mínu mati mjög gagnrýnivert við kollega mína sem eru að gera þessi möt og réttarfarið í kringum mötin.“

- Auglýsing -

Dómskvaddir matsmenn.
„Þá er sálfræðingur og stundum geðlæknir, í raun komin með völd dómara og það er ekkert eftirlit með því hvernig þeir gera þetta, það er ekkert eftirlit með því hvaða  tæki þeir nota og dómstóllinn er síðan ekki með neinar forsendur til þess að yfirfara vinnubrögðin, þetta er alveg kreisí,“ sagði hann en á 17 ára ferli sínum hefur hann unnið með ótal mörgum bæði á geðdeild, heilsugæslu og fleiri stöðum.
„Ég er bara búinn að hitta  svo margt fólk sem að segir farir sínar ekkert sléttar af samskiptum við þessa matsmenn.“
„Einhver sem hittir konu í tveggja tíma viðtali og slær því svo á fast eftir þetta viðtal að hún sé border line – hann getur það ekki. Fyrir utan það að við erum hægt og rólega að hætta að nota hana(border line greininguna).“
„Réttargæslukerfið er mikil mjólkurkýr fyrir þennan hóp sérfræðinga, þannig að þetta er bara svona kimi í réttarkerfinu sem enginn sér inn í og það eru ekki samræmd vinnubrögð eða neitt,“ bætti hann við að hann myndi ekki vilja snerta þetta með priki.
Sálfræðingurinn sagði að þunglyndi, áfallastreituröskun og álíka sjúkdóma eða greiningar væri hægt að meðhöndla og ættu ekki að ráða úrslitum um foreldrahæfni.

„Bottom line-ið er þetta – Það á sér stað viðtal og þetta viðtal er alltof stutt og alls ekki nægilega ítarlegt til þess að út úr því komi fullnægjandi mat á forsjárhæfni. Og hvað er þá gert? Þá er lagt fyrir próf, út úr því koma staðlaðar niðurstöður en niðurstaðan er síðan túlkuð til þess að ljá því meiri trúverðugleika sem að hafi þegar verið ákveðið, þetta er svona spákonu effect.“

Segir aðferðina vera svartan blett á stéttinni.
„Þetta er bara svartur blettur á okkur, að gera þetta svona. Það er gott það er verið að taka þetta upp. Það er svo sorglegt og merkilegt hvað þetta gengur hægt,“ sagði hann og hrósaði þeim baráttusamtökum sem hafa barist fyrir konum sem þolendum ofbeldis og einnig þeim sem rýna í mál eins og þessi.

- Auglýsing -

„Hópur sálfræðinga á Íslandi er svo lítill og þegar maður fær upplýsingar um að einhver sem maður treysti alveg sé bara ekki traustsins verður –  þetta er bara eins og þegar kemur upp einhver skandall í fjölskyldunni. Ekki það að ég myndi aldrei velja að standa með matsmanni sem er að gera eitthvað svona hæpið.“
Sagði blaðamaður það gleðiefni að fólk skoði þessi mál og þá sérstaklega þeir sem þekkja til.
„Þetta er stækkandi hópur sem er alveg búinn að fá nóg af þessu. Þetta mjakast,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -