Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Deilurnar í Digranesi – Jón krefst þess að efnt verði til „löglegra kosninga“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóknarbarn í Digranessókn, Jón Svavarsson, sendi úrskurðarnefnd Kirkjuþings ítrekun á kæru vegna kosningar sóknarnefndar Digraneskirkju á aðalsafnaðarfundi um miðjan síðasta mánuð,.en það er Vísir sem greindi fyrst frá.

Digraneskirkja

Í erindi sínu, stílað á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, sem er formaður úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð er lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg.

Jón vill síðan kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi.“

Jón vill að kæran verði tekin til skoðunar ekki seinna en strax; í kjölfarið verði efnt til „löglegra kosninga.“

Segir að við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju,“ sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund er haldin var.

Séra Gunnar Sigurjónsson.

Jón var einn þeirra einstaklinga sem bauð sig fram í sóknarnefnd; var hafnað. Jón er stuðningsmaður séra Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, er var var látinn hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn nokkrum samstarfskonum sínum.

- Auglýsing -

Jón segir í pósti sem hann sendi á biskup, fjölmiðla og fleiri, að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju sem og sóknarprests; dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun; þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis.

Segir á Vísi að á fyrrnefndum aðalfundi hafi tvær fylkingar tekust harkalega á; stuðningsmenn séra Gunnars og aðrir er sögðust í samtali við Vísi vilja horfa til framtíðar; síðarnefndi hópurinn kom með nokkurn fjölda umboða, er tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar.

En í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna séra Gunnars, er fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -