Laugardagur 11. janúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

Delta-afbrigðið ræðsta á unga fólkið – Langflestir alvarlega veikra bólusettir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Covid er komið aftur, en líklega fór veiran alræmda aldrei neitt, nema þá í pásu til að safna enn meiri styrk.

Í gærkvöldi var Landsspítalinn færður á hættustig, því enn fjölgar smitum á Covid -göngudeild hans. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar, segir það gífurleg vonbrigði en nefnir þó að minna virðist um alvarleg veikindi en í fyrri bylgjum sem hafa herjað á landann.

Már segir „álagið á sjúkrahúsinu hafa aukist mjög síðustu misserin.“

Má lesa í tilkynningu frá Landspítalanum „að 301 væri á göngudeildinni.“

Már segir hins vegar að hraðinn á smitum sé ógnvænlegur og „nú í morgun eru talan komin í 370.“

Í áðurnefndri tilkynningu Landspítalans kemur fram ákvörðunin um að færa stofnunina á hættustig „hafi verið tekin vegna þess að verkefni COVID-göngudeildar aukast daglega, fleiri sjúklingar í eftirliti séu veikir og að fjöldi starfsfólks sé í sóttkví vegna útsetninga og nýlegrar komu erlendis frá.“

- Auglýsing -

Einnig að „mönnun er með allra minnsta móti vegna sumarleyfa – auk þess sem mikil óvissa ríkir um þróun faraldursins, fjölgun innlagna og hve alvarleg veikindi geti orðið.“

Már segir að það hafi komið honum á óvart að það sé meira um smit meðal bólusettra en búist hafi verið við og af þeim fjórum sem hafa þurft að leggjast inn undanfarið séu þrír bólusettir með bóluefnum AstraZeneca og Pfizer.

Már telur alls óvíst hve lengi spítalinn þurfi að vera á hættustigi og að miklu máli skipti til hvaða aðgerða ríkisstjórnin grípur til; að sátt náist um þær, en ríkisstjórnin fundar í dag um tillögur sóttvarnalæknis um innanlandsaðgerðir.

- Auglýsing -

Már segir að smitum fjölgi mjög meðal ungs fólks; til dæmis starfsfólks sjúkrahússins;

Hjúkrunarfræðingar; sjúkraliðar;unglæknar séu ungt fólk sem hafi orðið fyrir þessu og að „við erum með alltof stóran hóp af fólki  – meira en 2000 manns, sem ýmist eru sóttkví eða einangrun.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -