Fimmtudagur 16. janúar, 2025
-0.6 C
Reykjavik

Demi Lovato fer með hlutverk í Eurovision-mynd Will Ferrell

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Demi Lovato er nýjasta viðbót leikarateymisins í Eurovision mynd Will Ferrell. Tilkynnt var um þáttöku hennar í myndinni á Instagram síðu söngkonunnar fyrir stuttu. Ekki liggur fyrir hvaða hlutverk hún fer með að svo stöddu.

Pierce Brosnan og Dan Stevens fara einnig með hlutverk í myndinni. Brosnan þekkja flestir fyrir hlutverk hans sem James Bond í Golden Eye, Tomorrow Never Dies, The World is Not Enough og Die Another Day. Stevens er einnig þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Dýrið í leiknu endurgerð Fríðu og Dýrið sem kom út árið 2017. Þá eru þónokkrir íslendingar í myndinni. Má þar nefna Nínu Dögg Filippusdóttur, Björn Hlyn Haraldsson, Armund Ernst Björnsson og Jóhannes Hauk Jóhannesson.

Líkt og nafnið gefur til kynna fjallar myndin um Eurovision keppnina. Ferrell, sem leikstýrir myndinni, og Rachel McAdams fara með aðalhlutverk myndarinnar. Þau leika fulltrúa Íslands í keppninni, þau Lars Ericksong og Sigrit Ericksdottir.

Hér að neðan má sjá tilkynninguna, sem Ferrell sjálfur sér um. Hann óskar Lovato einnig til hamingju með afmælið, en hún fagnaði 27 árum í gær.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -