Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
1.5 C
Reykjavik

Diego enn ófundinn þrátt fyrir dauðaleit – „Trúi ekki að þessi vitleysingur komist upp með þetta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekkert bólar á kettinum Diego sem hvarf í fyrradag. Kötturinn hefur gjarnan haldið sig í verslunum í Skeifunni þar sem hann á sín bæli. Hann hvarf eftir að hafa sést í verslun A-4. Talið er að einstaklingur hafi tekið hann á brott með sér og farið með köttinn í strætisvagni. Myndir úr öryggismyndavélum eru taldar hafa þýðingu með að upplýsa málið. Klukkan 18:41 á sunnudagskvöld var kötturinn numinn á brott.

Tvö vitni sáu einstakling haldandi á Diego um svipað leiti og fór sá aðili með hann í strætó númer 14. Strætóbílstjóri hefur staðfest að aðilinn með köttinn fór út með hann við Bíó Paradís. Einstaklingurinn var með rauða húfu, stór svört heyrnatól og svartan bakpoka.

Fjöldi sjálfboðaliða hefur aðstoðað við leitina að kettinum Diegó. Kötturinn hefur áður ratað í fréttir. Yfir sextán þúsund manns eru í Facebook-hópnum Spottaði Diego þar sem  greint frá hvarfi hans.

Gríðarleg viðbrögð hafa verið vegna málsins á Facebook og hefur brottnám kattarins verið fordæmt. Ekkert hefur enn komið fram sem bendir á hinn seka og vonir um að finna köttinn hafa dvínað.

„Engar fréttir af Diegó. Trúi ekki að þessi vitleysingur komist upp með þetta,“ skrifar Friðrik Ottó Guðmundsson á Facebook-síðunni í morgun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -