- Auglýsing -
„Hann býr hinu megin við Miklubrautina og kemur hér reglulega og leggur sig,“ sagði starfsmaður hjá A4 þegar blaðamaður Mannlífs átti leið þar um. Það er óhætt að segja að Diego sé einn frægasti köttur landsins því fólk gerir sér sérstaka ferð í Skeifuna til að heilsa upp á hann. En eins og visir.is greindi frá í janúar þá lenti Diego fyrir bíl í haust en hefur nú náð heilsu á ný. Einnig er haldið úti Facebook hóp þarf sem hægt er að fylgjast með kappanum.