- Auglýsing -
Dilja Mist Einarsdóttir alþingismaður hefur bæst í hóp þeirra sem gæla við þá hugmynd að fara í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Hún upplýsti þetta í Morgunblaðinu.
Snorri Ásmundsson listamaður er sá eini sem lýst hefur yfir framboði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarsson eru öll undir feldi og hugsa sinn gang.
Dilja Mist hefur fram til þessa verið einn nánasti stuðningsmaður Guðlaugs Þórs. Víst þykir að hún fari ekki í framboð nema í fullu samráði við hann.