Þriðjudagur 24. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Diljá um fíknisjúkdóma: „455 færri innlagnir en ella urðu á árinu 2020“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það hefur orðið mikilvæg viðhorfsbreyting í samfélaginu í þá átt að fíknisjúkdómar eigi að vera meðhöndlaðir sem slíkir innan heilbrigðiskerfisins.“
Þetta skrifar Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pistil á Vísi í morgun.

Segir Diljá það ánægjulegt að meirihluti fjárlaganefndar hafi komið til móts við athugasemdir  SÁÁ en hljóðar tillaga um viðbótarframlag upp á 120 milljónir króna.
Í umsögn sem SÁÁ sendi frá sér lýsa þau yfir miklum áhyggjum af framlögum til sín. Þá meta þau það svo að fólk sem glímir við fíknisjúkdóma sé ekki tryggð nauðsynleg heilbrigðisþjónusta.
Vegna Covid takmarkana hafi SÁÁ ekki getað treyst á fjáraflanir sem þau treysta á að stórum hluta.
Þá hafi 455 færri innlagnir verið á árinu 2020 og þeir sjúklingar margir misst af lífsbjargandi meðferðarúrræði.
Bíða nú um 600 manns eftir að komast í meðferð á sjúkrahúsið Vog.

„En betur má ef duga skal.“ skrifar Diljá en segir niðurstöðu fjárlaganefndar ánægjulega.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -