Maður á rafmagnshlaupahjóli ók á barn í miðborginni. Eftir slysið stakk dólgurinn af en barnið þurfti að leita hjálpar á slysadeild, og ekur á brott, barnið slasaðist við ákeyrsluna og fékk aðhlynningu á slysadeild.
Mikið var um ölvun og óeðlilega hegðun í miðborginni á kosninganótt. Átta manns gistu fangaklefa. Ofbeldismaður var handtekinn fyrir árása á tvo aðila og læstur inni.
Lögregla var kölluð til vegna manns sem var í mjög annarlegu ástandi sökum ölvunar. Hann var, rétt eins og ofbeldismaðurinn, handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið til vandræða.
Manni sem hafið komið sér vel fyrir í stigagangi fjölbýlishúss í miðborginni var vísað á brott.
Enn einn var handtekinn eftir að hafa valdið eignarspjöllum á skemmtistað en hann var óviðræðuhæfur og var vistaður í fangaklefa.
Óróleikinn í miðborginni hélt áfram. Maður nokkur var handtekinn og fluttur á lögreglustöð til viðræðna vegna óboðlegrar hegðunar. Þegar þangað var komið trylltist maðurinn og hann því vistaður í fangaklefa.
Maður handtekinn í Breiðholti og hann vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar.
Ölvuðum manni sem var til vandræða í verslunarmiðstöð í Kópavogi var vísað á brott.
Manni sem var ósjálfbjarga sökum ölvunar komið til aðstoða og honum ekið til síns heima.