Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Dómarinn hljóðaði þegar jarðskjálftinn kom – Magnús hundeltur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harðar deilur standa fyrir dómstólum vegna skuldar Magnúsar Garðarsson, fyrrverandi framkvæmdasthjóra United Silicon. Arionbanki hefur ákaft leitað Magnúsar á Íslandi og í Danmörku og á Spáni til að birta honum stefnu. Á endanum birti bankinn auglýsingu í Lögbirtingi. Málflutningur var fyrir undirrétti í seinustu viku. Viðskiptablaðið var á staðnum og lýsti málflutningi og vörn. Skondin uppákoma varð þegar verjandi Magnúsar hélt ræðu sína.

„ …Umbjóðandi minn mátti réttilega halda að bankinn hefði fallið frá veðinu eða hefði hætt tilraunum til að fullnusta skuldina hjá TDÍ. Hvað sem líður tilraunum til stefnubirtinga erlendis þá skiluðu þær sér ekki til hans og honum var ekki kunnugt um þær. Af þeim sökum ættu krafan og ábyrgðin að teljast niður fallin,“ sagði hann en í miðri ræðu lögmannsins reið yfir jarðskjálfti með þeim afleiðingum að dómari málsins hljóðaði eilítið.

Ingvar Ásmundsson lögmaður hafnaði því alfarið að fella ætti niður skuld Magnúsar vegna tómlætis bankans.

„Hvað röksemdir um tómlæti varðar þá verður ekki horft framhjá því að það er búið að hundelta hann um alla Evrópu með það að marki að stefna honum. Það að við erum stödd hér, á þessum tímapunkti, stjórnast af aðgerðum stefnda sjálfs,“ sagði hann.

Grein Viðskiptablaðsins má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -