- Auglýsing -
Maður sem hafði þann 10. nóvember 2020 verið sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands fyrir hættulega líkamsárás, en ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar, var í dag sakfelldur. Dæmdi Landsréttur manninn í fimm ára fangelsi.
Þrjú ár eru liðin frá því að árásin átti sér stað í Þorlákshöfn.
Maðurinn var sakfelldur fyrir að stinga konu í kviðinn með hnífi, sem hefði geta valdið valdið lífshættu og dauða. Í dómnum segir að „með því að veita stunguáverka í kviðarholi með hnífi hafi honum ekki geta dulist að langlíklegasta afleiðing af háttsemi hans yrði bani.“
Fórnarlambið hlaut fimm sentimetra djúpt stungusár á kvið og kemur fram í dómnum sárið hafi legið nálægt stórum æðum í nára. Maðurinn sagði fyrir dómi að konan hefði sjálf veitt sér áverkana.