Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Dómsmálaráðherra segi af sér: „Í siðmenntuðum löndum axlar fólk ábyrgð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kærunefnd útlendingamála segir ákvörðun Útlendingastofnunar, sem synjaði flóttafólki um húsnæði, mataraðstoð og aðra lögbundna þjónustu þegar þeir hinir sömu neituðu að fara í kórónuveirupróf, ólögmæta. Úrskurður kærunefndar var gerður opinber í gær en Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fólks úr hópnum, segir óhjákvæmilegt að höfða skaða- og miskabótamál gegn Útlendingastofnun í framhaldi og telur jafnframt að dómsmálaráðherra ætti að segja af sér vegna málsins.

Þetta kemur fram á VÍSI en ríflega tuttugu hælisleitendur voru sviptir öllum réttindum af hálfu Útlendingastofnunar þegar fyrir lá að beita átti þvingun við kórónuveiruskimun svo hægt yrði að vísa flóttamönnum úr landi og endursenda til Grikklands. Í úrskurði kærunefndar segir hins vegar að ekki sé hægt að skerða rétt fólks með þessum hætti án þess að skýr lagaheimild liggi fyrir.

Lögmaður segir burtvísun Útlendingastofnunar brjóta í beina bága við lög. „Og það er mín skoðun að sá aðili sem fer fyrir þessum málaflokki sem er auðvitað dómsmálaráðherra, Áslaug Arna, að það væri rétt að hún myndi segja af sér út af þessu máli. Þetta er háalvarlegt,“ segir Magnús og bendir á að engar athugasemdir hafi borist af hálfu ráðherra vegna framgöngu Útlendingastofnunar.

Þá segir Magnús að einhver þurfi að bera þungann og bendir á að Útlendingastofnun heyri undir dómsmálaráðuneyti. „Í siðmenntuðum löndum axlar fólk ábyrgð,“ segir lögmaður að endingu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -