Föstudagur 17. janúar, 2025
1.1 C
Reykjavik

Dómsmálaráðuneytið fór ekki að lögum í umgengnismáli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Umboðsmaður Alþingis telur að úrskurður dómsmálaráðuneytisins í umgengnismáli hafi ekki verið í samræmi við lög. Ráðuneytið staðfesti ákvörðun Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að vísa frá beiðni föður um að úrskurðað yrði um umgengni hans við börn hans, eins og fram kemur í frétt á Rúv í gær.

Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður á RÚV tekur saman í frétt sinni að umboðsmanni sé ljóst af gögnum málsins að börnin eigi fasta búsetu hjá móður sinni og eigi þar af leiðandi rétt á að umgangast föður sinni með reglubundnum hætti. Það er því mat hans að sýslumanninum hafi borið að úrskurða um umgengni og að úrskurður dómsmálaráðuneytisins hafi ekki verið í samræmi við lög.

Skoða þurfi verklag í umgengnismálum

Mælst er til þess að ráðuneytið taki málið til nýrrar efnismeðferðar. Umboðsmaður segir jafnframt að sýslumaðurinn þurfi að taka afstöðu til þess hvort skoða þurfi verklag embættisins í umgengnismálum.

Faðirinn kvartaði til umboðsmanns í mars á síðasta ári. Hann hafði árinu áður óskað eftir því við sýslumann að embættið úrskurðaði um umgengni við börn hans eftir sambúðarslit.

Sýslumaðurinn vísaði beiðninni frá þar sem hann taldi vafa vera um hjá hvoru foreldrinu börnin væru búsett og þá við hvort foreldrið börnin skyldu njóta reglulegrar umgengni.

- Auglýsing -

Við fyrirtöku á málinu tók sýslumaður fram að ekki hefði verið leyst úr ágreiningi foreldranna um forsjá og lögheimili barnanna. Þau væru enn skráð í sambúð og hefðu lögheimili á sama stað. Þá greindi þeim á um hjá hvoru þeirra börnin væru búsett og hefðu ekkert samráð um dvalarstað barnanna hverju sinni.

„Í óþökk föður“

Faðirinn kærði niðurstöðuna til dómsmálaráðuneytisins. Hann lagði áherslu á að þótt foreldrarnir væru með skráð lögheimili á heimili barnanna væri ágreiningslaust að hann hefði ekki dvalist þar lengi. Börnin væru því búsett hjá móður „í óþökk föður“ og því væri ekki rétt að ágreiningur væri um hvar börnin væru búsett.

Ráðuneytið staðfesti ákvörðun sýslusmannsins með þeim orðum að til þess að sýslumaður tæki fyrir beiðni um umgengni við barn yrðu foreldrar að hafa leitast við að koma ágreiningsmálinu til úrlausnar hjá dómstólum.

- Auglýsing -

Umboðsmaður segir að foreldrar eigi að geta krafist úrskurðar sýslumanns um umgengni óháð hjúskapar-eða sambúðarstöðu sinni þegar þeir búa ekki lengur saman. Önnur niðurstaða væri í andstöðu við ákvæði barnalaga um að gera verði ráðstafanir til þess að tryggja umgengni barns við foreldri sitt við þessa aðstæður.

Þá bendir hann á að þótt foreldrar séu enn í hjúskap eða skráðri sambúð beri sýslumanni að úrskurða um umgengi ef ljóst er að búsetustaður foreldranna er ekki lengur sá sami og barn hefur fasta búsetu hjá öðru hvoru þeirra.

Hér er hægt að sjá álit umboðsmanns í máli nr. 11017/2021

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -