Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Dómsmálaráðuneytið skoðar kvartanir sérsveitarmanna gegn ríkislögreglustjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dómsmálaráðuneytið er með kvartanir nokkurra sérsveitarmanna gegn Haraldi Jóhannessyni ríkislögreglustjóra til skoðunar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

Sérsveitarmennirnir eru samkvæmt heimildum blaðsins ósáttir við framkomu og hátterni Haralds í garð þeirra og lýsa ósætti vegna vinnuaðstæðna og skipulags sérsveitar á landsvísu.

Sérsveitarmönnum hefur fækkað að undanförnu á Akureyri. Nú er þar aðeins einn sérsveitarmaður með starfsstöð. Fréttablaðið segir að samkvæmt heimildum blaðsins hafi margir sérsveitarmenn áhyggjur af viðbragðstíma sérsveitarinnar ef hún hafi aðeins eina starfsstöð.

Óánægjan yfir Haraldi er sögð tengjast aðferðum sem hann er sakaður um að hafa beitt við fækkun í sérsveitinni út á landi. „Menn hafi verið færðir úr starfi sínu í sérsveit eða þrýst á þá að flytja sig í aðrar deildir án þess að staða sérsveitarmanns sé auglýst og ekkert gert til að bregðast við fækkuninni á Akureyri,“ segir í frétt blaðsins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -