Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-7.8 C
Reykjavik

Dómur í máli Jóhannesar stjörnunuddara þyngdur: „Aftakan á skjólstæðingi mínum hefur farið fram“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fangelsisdómur yfir Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni meðhöndlara var þyngdur um eitt ár í Landsrétti í dag og er hann nú dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að nauðga fjórum konum á nuddstofu sinni. Hann hafði verið dæmdur í fimm ára fangelsi í héraði í byrjun árs.

Brotin voru framin í skjóli starfs hans sem nuddari á tíu ára tímabili, frá árinu 2007 til 2017

Rannsókn málsins hófst fyrir rúmum þremur árum en í október 2018 ræddi Fréttablaðið við réttargæslumann kvenna sem lagt höfðu fram kæru á hendur manninum.

Meðhöndlað stoðkerfisvanda í gegnum leggöng 
Annan tug kvenna kærðu manninn til lögreglu fyrir kynferðisbrota, samkvæmt frétt Fréttablaðsins. Fimm af þeim málum hafa leitt til ákæru og hefur maðurinn nú verið dæmdur fyrir fjögur þeirra. Aðalmeðferð í fimmta málinu hefur enn ekki farið fram í héraði en fyrir liggur að meðferð þess máls verður opin í Héraðsdómi Reykjaness, sem er óvenjulegt í kynferðisbrotamáli.

Í skýrslum nokkurra brotaþola í málinu kom fram að maðurinn hafi í einhverjum tilvikum meðhöndlað stoðkerfisvanda í gegnum leggöng þeirra, óháð því á hvaða svæðum líkamans þær kenndu sér meins.

Meðan á rannsókn lögreglu stóð voru dómkvaddir tveir sjúkraþjálfarar til að meta hvort og þá að hvaða marki háttsemi hans samræmist viðurkenndum aðferðum í nuddfræðum. Matsgerð þessi var meðal þess sem helst var deilt um í málinu, verjandi Jóhannesar mótmælti matsgerðinni meðal annars á þeim grundvelli að skjólstæðingur hans væri ekki sjúkranuddari og hafi ekki selt þjónustu sína sem sjúkranudd.

- Auglýsing -

Aftakan á skjólstæðingi mínum hefur þegar farið fram, enda fjölmiðlar ítrekað upplýstir um árangur af þessari smölun á meintum fórnarlömbum hans

Verjandi Jóhannesar gagnrýndi einnig aðferðir þess réttargæslumanns sem upphaflega gætti hagsmuna brotaþola í málinu. Fór svo að skipun hennar var afturkölluð með úrskurði héraðsdóms eftir að verjandinn kvaðst þurfa að leiða hana sem vitni í málinu.

Í umfjöllum Fréttablaðsins um málið í fyrra sagðist verjandinn, Steinbergur Finnbogason ekki mega tjá sig um það sem gerist í dómsal í málinu, enda þinghaldið lokað.

- Auglýsing -

Steinbergur sagði þó aðspurður að lögfræðilegur tilbúningur málsins eigi sér aðdraganda sem standist tæpast skoðun og hann hyggist draga það fram í vitnaleiðslum. Hann sagði vísbendingar um að lögmaðurinn hafi sjálfur staðið að baki auglýsingar eftir skjólstæðingum í fyrirhugaða hópmálsókn gegn ákærða, undir dulnefni, á samfélagsmiðlum. „Aftakan á skjólstæðingi mínum hefur þegar farið fram, enda fjölmiðlar ítrekað upplýstir um árangur af þessari smölun á meintum fórnarlömbum hans,“ sagði Steinbergur.

Þá var skipun annars réttargæslumanns í málinu einnig afturkölluð með úrskurði dómara héraðsdóms í gær, eftir að í ljós kom að um sambýlismann Sigrúnar er að ræða. Þeim þætti úrskurðarins var þó snúið við í Landsrétti.

Enn er eitt mál gegn Jóhannesi ódæmt og mun aðalmeðferð í máli hans fara fram fyrir opnum tjöldum í Héraðsdómi Reykjaness á næstunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -