Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpaði bandarísku þjóðina í nótt og lýsti yfir ferðabanni frá Evrópu í 30 daga vegna útbreiðslu COVID-19. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu undanfarna 14 daga. Bretland er undarskilið. Bannið tekur gildi á miðnætti á föstudaginn.
Trump sagði að Evrópuríkjum hefði ekki tekist að hindra útbreiðsluna með því að setja á ferðabann frá áhættusvæðum og þess vegna væri útbreiðslan orðin mikil. Hann segist taka ákvörðunina til að vernda alla Bandaríkjamenn.
Trump nýtti tækifærið til að minna fólk á að halda áfram að þvo á sér hendurnar og þrífa snertifleti reglulega. Eins bað hann fólk um að halda sig heima ef það er lasið.
38 hafa látist í Bandaríkjunum vegna veirunnar, 24 þeirra látnu voru frá Washington. ÞAr hefur samkomubann verið sett á.