Helstu verkefni lögreglu í nótt sneru að ökumönnum sem sumir voru ýmist öðvaðir eða undir áhrifi ávanabindnandi efna. Tveir fengu gistingu hjá lögreglunni.
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri á svæði miðborgarlögreglunnar ígrunaðir um akstur undir áhrifum fíknefna eða áfengis. Ökumenn látnir lausir eftir að blóð var dregið úr þeim.
Þriðji ökumaðurinn var stöðvaður á svipuðum slóðum, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Hann var látinn laus eftir sýnatöku.
Umferðarslys varð í austurborginni. Aðilar voru fluttir á bráðamóttökuna. Líðan þeirra er óþekkt.
Þjófur var á ferð í austurborginni. Málið í rannsókn.
Lögregla var með eftirlit með lagningu ökutækja í Borginni. Nokkrir eiga von á sekt fyrir að hafa lagt ólöglega.
Tveir ökumenn stöðvaðir í akstri í úthverfi Reykjavíkur, grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Ökumönnum var sleppt eftir blóðsýnatöku.
Tilkynnt var um umferðarslys í hverfi 113. Engin slys urðu á fólki.