Ökumaður bifreiðar í annarlegu ástandi ók á rafhjól í miðborginni með þeim afleiðingum að ökumaður hjólsins féll á framrúðu bifreiðarinnar og farþegi á hjólinu kastaðist í götuna. Slysið varð á gatnamótum og var ökumaður rafhjólsins fluttur á slysadeild. Hann bar þess einnig merki að vera ölvaður. Ökumaður bifreiðarinnar og farþegi á hjólinu sluppu án meiðsla. Ökumaður bifreiðarinnar þarf að svara til saka fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.
Fingralangur maður fór inni um ólæstar dyr á heimili og stal þar yfirhöfn og síma. Þjófurinn var handtekinn skömmu síðar og munum skilað til eiganda. Húsbrjóturinn var færður á lögreglustöð og læstur inni í fangaklefa lögreglu. Hann verður yfirheyrður og látinn svara til saka í dag.
Brotist inn í þrjár geymslur í Hafnarfirði og stolið verðmætum úr einni geymslunni.