Ökumaður var stöðvaður í akstri í austurborginni með stolna kerru í eftirdragi. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Hann mun svara til saka í morgunsárið.
Umferðarslys varð í miðborginn þegar maður á rafmagnshjóli hjólaði á gangandi vegfaranda. Báðir voru fluttir á bráðamóttöku til frekari skoðunar
Ökumaður var stöðvaður í akstri vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Tveir menn voru handteknir fyrir líkamsárás í Múlunum. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.
Þrír einstaklingar voru handteknir yrir vopnalagabrot og að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu. Mennirnir voru færðir á lögreglustöð og látnir lausir að loknu viðtali. Á sömu slóðum var ökumaður stöðvaður í akstri vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku.
Eldur kom upp í íbúðarhúsi í Kópavogi. Kviknað hafði í út frá þurrkara. Slökkvilið náði tökum á eldinum og reykræsti. Baðherbergið er mikið skemmt vegna brunans