Þrír menn voru handteknir í Hlíðunum í gærkvöldi. Allir eru þeir grunaðir um vörslu fíkniefna , hilmingu, brot á vopnalögum og fleira. Mennirnir voru allir vistaðir í fangageymlu lögreglu fyrir rannsókn málsins.
Fíkniefnasali var gripinn glóðvolgur í miðbænum er hann var að selja aðila fíkniefni. Hann var látinn gista í fangageymslu og kaupandi fíkniefnanna verður kærður fyrir vörslu fíkniefna. Síðar um nóttina tók lögregla eftir rásandi bifreið og gaf ökumanni merki um að stöðva bifreiðina. Varð það til þess að ökumaðurinn keyrði á umferðarskilti. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis. Eftir miðnætti í miðbæ Reykjavíkur voru fjórir menn handteknir fyrir vörslu fíkniefna og sá fimmti var handtekinn í Kópavogi fyrir sama brot.