Maður sem snæddi á veitingastað í miðborginni neitaði að borga fyrir greiðann. Lögregla var kölluð til en óljóst er með málalok. Annar einstaklingur neitaði að yfirgefa veitingastað. Sá var í annarlegu ástandi. Lögreglan kom að málum og náði að vísa manninum út.
Drukknir eða vímaðir ökumenn voru víða á ferð um borgina í gærkvöld og nótt. Einn var tekinn í miðborginni og hann sendur í sýnatöku og látinn laus. Hann var með fíkniefni í fórum sínum. Annar ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í austborginni. Sá var einnig látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Umferðarslys varð í miðbænum. Blessunarlega urðu ekki ekki slys á fólki en bifreiðarnar voru stórskemmdar og fjarlægðar með dráttarbifreið frá Krók Ökumaður var stöðvaður fyrir of hraðan akstur á svipuðum slóðum í nótt. Sá ók á 133 kílómetra hraða þar sem aka má á 60 kílómetra hraða. Hann var umsvifalaust sviptur ökuréttindum
Laust eftir miðnætti var haft samband við lögreglu vegna manns í annarlegu ástandi á rangli í Garðabæ. Lögreglan kom til hjálpar og ók honum heim til sín.
Í Breiðholti var maður handtekinn vegna gruns um að selja fíkniefni og peningaþvætti. Hann var læstur inni og gistir hann fangageymslu.
Eldur logaði í skúr í hverfi 113. Grunur er um íkveikju en gerandi ókunnur. Málið er í rannsókn. Þá var brotist inn á verkstæði í austurborginni. Þaðan var stolið rafsuðuvél. Óljóst er með gerendur í því máli og gengur rafsuðuþjófurinn laus.
Lögreglan hélt áfram að leita uppi óskoðaðar bifreiðar eða bvifreiðar með vangreiddar tryggingar. Skráningarnúmer voru af þremur bifreiðum.