Föstudagur 24. janúar, 2025
-0.1 C
Reykjavik

Dóri í Fjallakofanum heldur afmæli: „Gjaldþrotið hjálpaði mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Fjallakofinn var stofnaður árið 2004, af Jóni Inga Sigvaldasyni og Halldór Hreinssyni tæpum tveimur árum eftir gjaldþrot Nanoq, sem var á þeim tíma ein stærsta lífstíls og útivistarverslun landsins. En eigendur Nanoq keyptu á sínum tíma rekstur Skátabúðarinnar, og innlimuðu inn í verslunina, en eftir tæp þrjú ár varð Nanoq gjaldþrota með tilheyrandi umhleypingum á markaðnum.

„Við sáum mikil tækifæri á markaðnum sem var opinn og leitandi eftir gjaldþrot NANOQ. Það má því með sanni segja að gjaldþrotið hjálpaði mér, “ segir Halldór Hreinsson, kaupmaður í Fjallakofanum, sem hann rekur í dag með fjölskyldu sinni og samstarfsfélögum, Hilmari Má Aðalsteinssyni og Jóni Heiðari Andréssyni.

Það er ekki ofsögum sagt að stigið hafi verið gæfuspor með stofnun Fjallakofans því 20 árum síðar er verslunin komin með firnasterka stöðu á markaðnum, en Fjallakofinn byrjaði starfsemi í 17 fermetra rými í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, en er nú á tæplega 1700 fermetrum í Hallarmúla 2.

talan sautján er nokkurs konar happatala

„Það má því með sanni segja að talan sautján er nokkurs konar happatala hjá okkur,“ segir Halldór sem gjarnan er kallaður Dóri í Fjallakofanum.

Halldór má segja að hafi alist upp í verslunarrekstri, þar sem hann tók fyrstu sporin í matvöruversluninni Melabúðin sem foreldrar hans áttu og ráku með mjög góðum árangri, en eftir að hafa klárað viðskiptafræðina í Háskóla Íslands, tók hann að sér verslunarstjórastöðu í Verslun Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga. En fljótlega kom tilboð um að taka við rekstri Skátabúðarinnar sem hann samþykkti.
„Ég  tók við rekstri Skátabúðarinnar, sem þá var í eigu Hjálparsveitar Skáta í Reykjavik, í ársbyrjun 1987 til ársins 1998. Ég sat í stjórn Hjálparsveitarinnar og hafði lengi verið félagi HSSR og er enn,“  segir Halldór.

Fjallakofinn í Hallarmúla.

Eftir þann tíma lá leiðin inn í  Fálkann, sem þá var sterkur á þessu sviði, sérstaklega með reiðhjól á sumrin og skíði að vetri til. Þaðan fór Halldór til Útilífs sem á þessum tíma var komið í eigu Baugs. Hann stýrði Útilífi fram í lok árs 2021. Eftir að hafa farið í gegnum allar þessar verslanir í útivistargeiranum þá vildi Halldór fara eigin leið með eigið fyrirtæki og þar kom eins og áður segir gjaldþrot Nanoq til hjálpar við að fá í hendurnar vörumerki sem sköpuðu grundvöll til þess að stofna og hefja rekstur á  útivistarversluninni  Fjallakofanum sem nú 20 árum síðar er með mikið úrval af vönduðum útivistarvörum frá heimsþekktum framleiðendum s.s. Scarpa, Patagonia, Arcteryx,  Smartwool, Völkl, Dalbello, Gregory, Leatherman og fleirum.

- Auglýsing -

„Skátauppeldið er oft vanmetið af þeim sem það ekki þekkja,”  segir Halldór sem er nýkominn af Landsmóti Skáta þar sem hátt í 3000 skátar skemmtu sér og sýndu enn og aftur hversu sterkir þeir eru bæði andlega, og í búnaði þegar að veðurguðirnir sendu á þá eitt versta veður sumarsins, sem þeir stóðu af sér og fóru glaðir og endurnærðir heim til síns heima, en þarna voru rúmlega 1500 erlendir skátar sem komu víða að.   

Það verður mikið um dýrðir og gleði á þessum tímamótum Fjallakofans þ.e. þegar að starfsfólk og eigendur fagna 20 ára afmæli hans núna síðustu daga júlímánaðar. Það er klárlega afmæli sem eftir verður tekið og því fær það að standa alveg fram að verslunarmannahelginni. Á þessu 20 ára afmæli verða ekki bara vegleg tilboð heldu einnig  viðburðir sem verða kynnt eins vel og hægt er á hverjum degi, og því er það hvati að fylgjast vel með á samfélagsmiðlunum og ekki síst fyrir það  að það verður skemmtilegur leikur síðustu vikuna sem allir verða að taka þátt í til þess að eiga möguleika á að vinna glæsileg verðlaun.

Hér má finna ítarlegt podcast-viðtal Mannlífs við Halldór sem tekið var á sínum tíma.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -