Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands, þurfti að kveðja hundinn sinn í hinsta sinn í dag.
Sámur, hundur Dorritar Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar, er dauður. Sámur varð 11 ára gamall. Það var Ólafur sem gaf Dorrit Sám um sumarið 2008. Hann var blanda af íslenskum og þýskum hundi.
Sámur vakti mikla athygli seint á síðasta ári þegar Ólafur greindi frá því í viðtali í Morgunkaffinu á Rás 2 að Dorrit hefði látið taka sýni úr Sámi í þeim tilgangi að láta klóna hann síðar meir. Það er því ljóst að Sámur var í miklu uppáhaldi hjá Dorrit.
Dorrit greindi frá því á Instagram fyrr í dag að hún hefði þurft að kveðja þennan góða vin sinn. Þá hefur Dorrir birt nokkrar myndir af Sámi á Instagram í dag.
Sjá einnig: Nokkrar staðreyndir um hund Dorritar