Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Dóttir fjöldamorðingja: „Þú vilt ekki trúa að þetta sé satt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Dóttir BTK-morðingjans svokallaða hefur nú skrifað bók um upplifun sína í kringum mál föður síns sem myrti tíu manns á árunum 1974 til 1991.

Margir muna eflaust eftir máli Bandaríkjamannsins Dennis Rader sem játaði í júní árið 2005 að hafa myrt tíu manns. Morðin framdi hann á árunum 1974 til 1991 í Wichita í Kansasríki. Dennis Rader var kallaður BTK morðinginn en BTK stendur fyrir „bind, torture, kill“ – fjötra, pynta, drepa, en flest fórnarlömbin kyrkti hann. Fjallað var mikið um mál Rader í fjölmiðlum.

Rader fékk tíu samfellda lífstíðardóma án möguleika á reynslulausn en dauðarefsing var ekki heimil í Kansasríki á þeim tíma sem hann hlaut dóm.

Bókin A Serial Killer‘s Daughter kemur út í lok janúar.

Dóttir Rader, Kerri Rawson, var 26 ára árið 2005 þegar hún komst að leyndarmáli föður síns – að hann væri fjöldamorðingi. Hún segir sögu sína í nýrri bók,  A Serial Killer‘s Daughter.

Í bókinni lýsir hún hryllingnum og reiðinni sem hún upplifði í bland við það að þykja ennþá vænt um föður sinn. Í bókinni fjallar hún einnig um hvaða afleiðingar málið hefur haft fyrir alla fjölskyldu hennar. Rawson segir að það hafi tekið hana rúm tíu ár áður en hún gat talað um málið upphátt.

Í viðtali við ABC news lýsir hún stundinni þegar fulltrúi frá FBI bankaði upp á hjá henni til að gera húsleit og tilkynnti henni í leiðinni að faðir hennar væri BTK-morðinginn sem hún hafði heyrt um og lesið um í fjölmiðlum.

Ég reyndi nánast að hylma yfir með honum.

„Ég þurfti að styðja mig við vegginn. Herbergið hringsnerist og ég sagði við lögregluna: „það er að líða yfir mig“. Það var verið að spyrja mig ýmissa spurninga um föður minn, um fjarvistir og fleira…og ég reyndi nánast að hylma yfir með honum. Þú villt ekki trúa að þetta sé satt. Að pabbi þinn sé fær um að gera þetta.“

- Auglýsing -

Þess má geta að bók Rawson er væntanleg 29. janúar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -