Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Dóttir Gísla Rúnars um sjálfsvíg hans: Skildi ekki eftir sig kveðjubréf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hann hafði verið edrú í fjölmörg ár og mátti því alls ekki taka hugbreytandi lyf. Þetta auðvitað triggeraði eitthvað og hann fór að taka of mikið af þeim en í vor ákvað hann
að fara í meðferð og taka líf sitt í gegn,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir, fósturdóttir Gísla Rúnars Jónssonar, sem tók líf sitt í sumar í samtali við Fréttablaðið. Hún rifjar upp aðdraganda þess að leikarinn ástsæli tók líf sitt í vor eftir að hafa glímt við langvarandi þunglyndi.

„Hann var á Vogi í 17 daga og ætlaði svo beint í eftirmeðferð á Vík en þá var búið að loka þar vegna COVID og fór hann því beint heim,“ segir Eva.
Gísli útskrifaðist af Vogi rétt fyrir páska og varði hátíðinni hjá Evu og fjölskyldu. hún segir að hann hafi haft þörf  til að ræða veikindi sín og líðan.

„Hann sagði mér frá fundum sínum við geðlækni sinn og var ósáttur við það
hvernig lyfin voru að fara í hann. Þegar hann svo deyr skilur hann ekki eftir kveðjubréf eins og svo margir gera. Allt var uppvaskað og fallegt og fínt en lyfseðlarnir lágu útbreiddir á borðinu. Það vakti athygli mína og við fórum strax að gúgla lyfin og komumst að því að ein aukaverkananna fyrir mann með hans veikindi, geðhvarfasýki, er ásæknar sjálfsvígshugsanir,“ segir Eva sem þó segist ekki sakast við neinn vegna sjálfsvígs föður síns.

Gísli Rúnar lést mánudaginn 28. júlí. Fyrr um daginn hafði hann hringt í Evu sem var upptekin og svaraði ekki símanum.

„Þegar ég svo hringdi til baka um kvöldið var hann dáinn án þess þó að ég vissi það strax. Ég auðvitað hugsaði: Hvað ef ég hefði svarað?“
Gísli mætti ekki í upptöku til Eddu, fyrrveramdi eiginkonu sinnar, og Björgvins sonar þeirra á lokaþætti Ísbíltúr með mömmu, á þriðjudeginum.

„Hann hafði alltaf sagt: „Ef ég mæti ekki á svið vitið þið að ég er dauður. Leikari mætir alltaf á svið ef hann er lifandi. Mamma og Björgvin biðu eftir honum uppi á
heiði en svo mætti hann ekki, hann hafði gefist upp á lífinu.“

- Auglýsing -

Aðstandendur Gísla ræddu við geðlækni hans eftir andlátið til að leita skýringa.

„Við ræddum við geðlækni hans sem sagðist nánast einungis hafa verið í samskiptum við pabba í gegnum tölvupóst eftir að skipt var um lyf. Ég er ekki að kenna neinum um eitt
né neitt en það er augljóst að þarna hélt kerfið ekki utan um hann eins og ætti að vera gert. Ég veit að óvirki alkinn á sjálfur að hafa vit á að segja nei við róandi lyfjum en þegar vanlíðanin er svona mikil er ekki víst að það gerist,“ segir Eva.

Viðtalið í heild sinni er í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -