Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Dóttir Huldu eignaðist besta vin á leikskólanum – Langafar þeirra reyndust eiga ótrúlega sögu saman

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hulda Tölgyes sálfræðingur segir frá ótrúlegri en jafnframt fallegri sögu á Twitter. Hún segir að þegar  dóttir hennar byrjaði í leikskóla hafi hún flótt eignast góðan vin þar en nú kemur í ljós að langafi vinarins bjargaði lífi afa Huldu.

Afi Huldu var ungverskur flóttamaður en hann kom til Íslands fyrst og fremst þökk sé einum manni. „Falleg saga tengd Ungverjanum afa mínum, náungakærleika, tímanum og lífinu. Dóttir mín hefur átt besta vin á leikskólanum í um ár. En þau eru 3 ára. Eru óaðskiljanleg og eiga einstakt vinasamband. Hvernig tengist það sögu ungverskra flóttamanna árið 1956?,“ skrifar Hulda og útskýrir svo:

„8.desember 1956 birtist grein í mbl með fyrirsögninni: ,,Bjóðum ungverskum börnum heim” Og Íslendingar hvattir til að hjálpa Ungverjum í stríðsástandi. En það hafði ekki tíðkast áður. Þarna var afi 20 ára tilneyddur hermaður í Ungverjalandi.“

Þá ákvað langafi vinarins á leikskólanum að fara til landsins. „Gunnlaugur Þórðarson heitinn fór með flugvél til Vínarborgar að sækja flóttafólk. Hann hitti afa og illa gekk að fylla flugvél til Íslands, lands sem engin þekkti og fólk óttaðist að enda í snjóhúsi. Gunnlaugur fræddi afa um Ísland og afi gekk á línuna og fékk fólk með sér,“ segir Hulda.

„Það góða var að flugvélin myndi fara í loftið þegar hún yrði full. Mikill hvati fyrir fólkið sem þráði frið og öryggi. Enda öll á flótta frá heimili sínu. Svo fór að 52 Ungverjar fóru upp í flugvélina og hún af stað til Íslands. Þau gistu svo fyrstu nóttina í Hlégarði. Á jólanótt. Afi varð fljótt hluti af íslensku samfélagi, eignaðist hér konu og tvær dætur og mörg barnabörn og barnabarnabörn. Ísland tók honum opnum örmum, veitti honum skjól og öryggi. Hann er á lífi og býr hér enn. Hefur átt ótrúlegt líf með sorgum og gleði.“

Hulda segir að ef það hefði ekki verið fyrir Gunnlaug þá hefði öll þessi ætt ekki orðið til. „Ég komst að því í dag að langafi besta vinar dóttur minnar var Gunnlaugur Þórðarson heitinn sem fór og sótti afa minn í flóttamannabúðir árið 1956 og bjargaði honum þar sem hann átti ekkert nema vegabréf, skammbyssu og fötin sem hann klæddist. Gaf honum tækifæri á nýju lífi. Án þess sem Gunnlaugur gerði hefðu ekki orðið fleiri með okkar nafni. Finnst þessi saga svo falleg. Þykir nú enn vænna um að Tinna og besti vinur hennar hafi kynnst og náð saman. 4 kynslóðir. Þakklát.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -