- Auglýsing -
Dótturfélag Isavia sagði í dag upp hundrað flugumferðarstjórum sínum, sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið. Öllum verður þeim boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli að sögn framkvæmdastjóra Isavia ANS.
Vísir greinir frá, en starfsmönnum var tilkynnt um uppsagnirnar á fundi klukkan 14 í dag. Hópuppsögnin hefur verið tilkynnt til Vinnumálastofnunar.