Föstudagur 15. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

Dr. Skúli fékk ekki framlengingu: „Þegar ég sá þetta í morgun varð ég fegin“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsleyfi Dr. Skúla Tómasar Gunnlaugssonar var ekki endurnýjað í gær eftir að takmarkaða starfsleyfi hans rann út. Hann er til rannsóknar hjá lögreglu vegna alvarlegra brota í starfi gegn minnst sex sjúklingum, en öll meint brot gerðust er hann var yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Dr. Skúli Tómas Gunnlaugsson hefur verið starfandi læknir á Landspítalanum síðasta árið þrátt fyrir að hann sé til lögreglurannsóknar vegna gruns um alvarleg brot í starfi gegn að minnsta kosti sex sjúklingum en einnig hefur Landlæknir nokkur viðbótarmál til rannsóknar. Til að byrja með var hann undir eftirliti og frá því í maí síðastliðnum starfaði hann með „takmarkað starfsleyfi“, eins og það er kallað en Mannlíf hefur aldrei fengið útskýringu frá Landspítalanum eða Landlækni á meiningu þess.

Sjá einnig: Álit landlæknis á máli Skúla læknis: „Ómeðhöndlaðar sýkingar kunni að hafa verið aðal dánarorsök“
Sjá einnig: Landsréttur hafnar beiðni Evu og fjölskyldu: „Ætli við þurfum ekki bara að boða til andafundar?“

Á vefsíðu Embættis Landlæknis er hægt að fletta upp nöfnum heilbrigðisstarfsmanna með gilt starfsleyfi og þegar það var gert í gær mátti sjá að Dr. Skúli var skráður með starfsleyfi. Þegar nafn hans var slegið í dag var hann hvergi að finna. Því má leiða að því líkum að hann hafi annað hvort ekki sótt um starfsleyfi eða verið hafnað um slíkt.

Mannlíf spurði Evu Hauksdóttur hvað henni fyndist um málið en hún er ein af þeim ættingjum sem hafa kært Dr. Skúla til lögreglu. Dr. Skúli setti móður hennar í lífslokameðferð án þess að hún væri dauðvona. Hún lést 11 vikum síðar. Hefur fjölskylda móður hennar beðið í ofvæni eftir því að sjá hvort hann fái framlengingu á starfsleyfi sínu.

„Mér fannst undarlegt á sínum tíma að landlæknir teldi forsendur fyrir endurveitingu starfsleyfis læknis á meðan hann sætir lögeglurannsókn vegna gruns um alvarleg brot í starfi gegn fjölda sjúklinga. Ég hef beðið í ofvæni eftir því að sjá hvort þetta takmarkaða starfsleyfi yrði framlengt eða rýmkað og þegar ég sá þetta í morgun varð ég fegin. Það er auðvitað mögulegt að það eigi bara eftir að skrá framlengingu eða rýmkun starfsleyfis en ég vona að svo sé ekki því mér finnst bara ekki boðlegt að hann beri ábyrgð á sjúklingum á meðan málið er í rannsókn.“

Hér má sjá að Skúli hafði starfsleyfi til 12.11 2021
Í dag er ekki hægt að finna Skúla á skrá yfir lækna með starfsleyfi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -