Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Drag, dekurdýr og lífsleiður leigumorðingi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Baldvin Kári kvikmyndagerðarmaður er að eigin sögn fíkill í góðar sögur. Hann kveðst horfa meira á gamanþætti og gamandrama en síður á hryllingssögur. Beðinn um að nefna seríur sem hægt er að rífa í sig hugsar hann um og mælir svo með eftirfarandi þáttum. Hann segist hafa setið límdur yfir þeim.

 

Barry

„Ég datt nýlega ofan í þessa þætti og var ekki lengi að háma þá í mig. Meinfyndnir og manneskjulegir í senn, um lífsleiðan leigumorðingja sem finnur nýjan tilgang sem áhugaleikari í Los Angeles. Bill Hader hefur unnið Emmy tvö ár í röð fyrir hlutverk sitt í þessum þáttum, sem hann er einnig meðhöfundur að auk þess að leikstýra völdum þáttum.“

 Phoebe Waller-Bridge

„Það eru allar líkur á því að fólkið í kringum þig sé að tala um Fleabag eftir Phoebe Waller-Bridge, og ekki að ástæðulausu. En aðrar seríur úr hennar ranni eru líka verðugar áhorfs, Killing Eve og Crashing. Crashing tekst til að mynda að taka sögu sem gæti verið mjög dæmigerð og gera hana ferska og áhugaverða með því að fara á dýptina í karaktersköpuninni. Það eru þræðir þar sem minna á Fleabag. Mjög hámvænt allt saman.“

 Pose

„Fyrir utan að vera grípandi og glæsileg þáttaröð í sjálfu sér, þá ætti þessi sería að vera skylduáhorf fyrir alla aðdáendur RuPaul’s Drag Race. Maður sér úr hvaða veruleika sú keppni er raunverulega sprottin. Svo er eiginlega nauðsynlegt að horfa á heimildamyndina Paris is Burning til þess að fá almennilega mynd af drag-senunni í New York á þessum tíma.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -