Jón Eiríksson, oftast kallaður Drangeyjarjarlinn, er látinn. Hann var 91 ára og lést á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki. Morgunblaðið greinir frá þessu .
Jón er kenndur við Drangey í Skagafirði. Hann bauð upp á skipulagðar ferðir þangað um langt skeið. Það var árið 1990 sem hann byrjaði að bjóða upp á slíkar ferðir. Þúsundir ferðamanna hafa líklegast farið með honum í Drangey síðan. Jón var ennfremur þekktur sem hagyrðingur.
Jón lætur eftir sig tíu börn úr tveimur samböndum. Fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir og eignuðust þau fimm börn. Þau eru Eiríkur, Sigurjón, Viggó, Sigmundur og Alda. Seinni kona Jóns var Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir. Börn þeirra eru Sigfús Agnar, Björn Sigurður, Ásta Birna, Brynjólfur Þór og Jón Kolbeinn.