Hér er það helsta úr dagbók lögreglu klukkan 17:00 til klukkan 05:00.
Þegar þetta er ritað gistir 9 aðilar fangaklefa. Alls eru 84 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu. Ásamt neðangreindu sinnti lögregla almennu eftirliti og ýmsum aðstoðarbeiðnum. Listinn er því ekki tæmandi.
Stöð 1
Maður í annarlegu ástandi sökum áfengis og fíkniefnaneyslu til vandræða á mathöll í hverfi 105, maðurinn fjalrægður af staðnum og fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhald var honum sleppt.
Aðili handtekinn í hverfi 101 vegna óláta og slagsmála, ekki hægt að fá framburð frá aðilanum sökum ölvunarástands og hann vistaður í fangaklefa.
Aðili kærður fyrir brot á lögreglusamþykkt og að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu í hverfi 101, maðurinn laus að skýrslutöku lokinni.
Aðili handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa veist að lögreglumanni í hverfi 101.
Aðili handtekinn í hverfi 101 vegna líkamsárásar, aðilinn vistaður í fangaklefa og bíður skýrslutöku.
Aðili handtekinn í hverfi 101 vegna líkamsárásar, aðilinn vistaður í fangaklefa.
Tveir aðilar handteknir í hverfi 104 og vistaðir í fangaklefa vegna gruns um ölvun við akstur en hvorugir vildu kannast við að hafa verið að aka bifreiðinni.
Stöð 2
Þjófnaður úr verslun í hverfi 210, málið afgreitt á vettvangi Eldur kviknaði í bifreið í hverfi 210, slökkvilið kom á staðinn og slökkti eldinn og engin meiðsli á fólki.
Stöð 3
Hópur ungmenna til vandræða í strætó í hverfi 109, málið afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndar.
Stöð 4
Afskipti höfð af aðila sem hélt vöku fyrir íbúum fjölbýlishúss í hverfi 112 með því að hringja dyrabjöllum, maðurinn reyndist eitthvað villtur og var aðstoðaður á réttan stað svo fólk fengi svefnfrið.
Ökumaður sem reyndist einungis vera 16 ára gamall stöðvaður í hverfi 110, drengnum ekið heim þar sem móðir hans tók við honum.