Laugardagur 21. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Dreymdi afa og lagði upp í túr: Siggi og Franziska sloppin úr sóttkví með 26 lög

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var búið að standa til lengi að við Fransiska kæmum til Íslands og færum tónleikaferð um landið. Veiran truflaði okkur með þetta og í raun ekkert hægt að ákveða neitt fram í tímann,“ segir Siggi Björns trúbador sem er að leggja upp í tónleikaferð um Ísland ásamt unnustu sinni Franzisku Gunther.

Siggi og Franziska búa í Berlín. Hann fæddist og ólst upp á Flateyri. Þangað leita draumar hans gjarnan. Draumur um afa hans varð til þess að túrinn um Ísland var planaður.

„Það var ekki fyrr en mig dreymdi Ýsu-Manga, afa minn sem var formaður á bátum fyrir ótrúlega mörgum áratugum. Hann kom til mín og sagði að nú væri komið að því. Eiginlega kallaði hann bara „ræs“. Ég beið ekki boðanna og við fórum strax að skipuleggja ferð um Ísland og gera allt klárt. Það var því magnað að fjöldatakmörkunum hafi verið létt á meðan við vorum hér í sóttkví. Eitthvað hefur gamli maðurinn haft fyrir sér,“ segir hann.

Franziska fræg í Þýskalandi

Franziska hefur gert það mjög gott í þýskalandi síðustu ár og meðal annars komist með lög sín hátt á vinsældarlista. Ekki þarf að kynna Sigga fyrir þeim Íslendingum sem kunna góðri skemmtun að njóta.

„Nú erum við búin að vera í sóttkví á Ísafirði síðustu daga og höfum notað tækifærið að taka upp 28 lög sem munu verða á dagskránni hjá okkur í túrnum, þó ekki verði þau öll spiluð á einum tónleikum. Fransiska datt niður á svo helvíti skemmtilega hugmynd.
Við helguðum okkur hólf á sjálfu Internetinu sem nær um allt land og landhelgina, þar verða lögin öll flutt eins og við flytjum þau á tónleikum. Við erum með pappaspjald sem við munum selja fólki og þar er aðgangur að þessum lögum, þannig að fólk getur farið með tónleikana heim með sér þegar þeim líkur. 28. lög á pappaspjaldi er eitthvað sem við höfum aldrei heyrt um áður, segir Siggi glettinn.

Bakhlið á „Pappaspaldinu“ sem inniheldur 28 tónleikalög þerra Sigga og Franzisku.

Það er óhætt að segja að þau hafi fjöldaframleitt tónleka í sóttkvínni á Sólheimastúdíói við Engjaveg á Ísafirði.
Tónleikar með þeim Franzisku og Sigga eru tónar og tal. Sagðar eru sögur af ótrúlegu fólki og sérkennilegu sem skapaði sér sérstöðu á sinni tíð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -