Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Drífa Snædal um ákvörðun Icelandair: „Þetta verður ekki látið viðgangast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Forseti ASÍ segir að ákvörðun Icelandair, um að segja upp flugfreyjum og láta flugmenn tímabundið starfa sem öryggisliða um borð í vélum sínum, verði mætti með hörku.

„Þeir eru að sýna starfs­fólki sínu full­komna lít­ilsvirðingu og þetta verður ekki látið viðgang­ast. Það er verið að leita allra leiða til að bregðast harka­lega við þessu,“ segir Drífa Snædal, forseti ASI, í samtali við mbl.is.

Eins og fram hefur komið hefur Icelandair ákveðið að slíta kjaraviðræðum við Flugreyjufélag Íslands. Sér Icelandair sig ennfremur knúið til að segja upp þeim flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá félaginu og ætlar að hefja viðræður við annan samningsaðila á hinum íslenska vinnumarkaði, um framtíðarkjör öryggis- og þjónustuliða hjá félaginu.

„Þetta horf­ir þannig við okk­ur að Icelanda­ir er að fara í und­ir­boð – fara gegn þeim leik­regl­um sem hafa gilt á vinnu­markaði hingað til,“ seg­ir Drífa við mbl.is um ákvörðun félagsins að segja upp flug­freyj­um og láta flug­menn tímabundið starfa sem ör­ygg­is­liða um borð í flug­vél­um.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -