Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Drukkinn ljósmyndari játaði og grýtti lögreglu – Tveir krakkar týndust í Kópavogi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkurt upppnám varð þegar drukkinn maður gerði sér það að leik á förnum vegi að taka myndir af fólk. Hann ónáðai fólkið og auk þess að mynda í óþökk þess. Laganna verðir komu á vettvang og játað’i maðurinn þá að vera undir áhrifum og þannig með skerta dómgreind. Honum var skipað að yfirgefa vettvang og láta af iðju sinni. Hann virtist taka sönsum en snerist síðan hugur og grýtti lögreglu með hlut. Sá drukkni var þá umsvifalaust handtekinn og hann fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Þar beið hans fangaklefi. Hann hvílir á gúmmídýnu þar til nýr dagur rennur og hægt verður að ræða við hann.

Ökumaður var handtekinn grunaður um að aka bifreið þrátt fyrir að vera sviptur ökurétti. Sá er einnig grunaður um fíkniefnaakstur. Málið fer í hefðbundið ferli.

Maður hafði samband við lögreglu og kvaðst hafa orðið fyrir líkamsárás. Lögregla fór á vettvang og tók skýrslu af meintu fórnarlambi.  Gerendur voru farnir af vettvangi. Málið er í rannsókn.

Í gærdag var tilkynnt um meðvitundarlausan mann í strætóskýli í miðborginninn. Við skoðun reyndist hann ekki vera meðvitundarlaus en undir áhrifum fíkniefna. Þá kom á daginn að hann var eftirlýstur fyrir lögreglu. Hann var handtekinn og læstur inni í fangageymslu.

Í Kópavogi greip um sig ótti þegar tvö börn týndust í gærdag. Óttast var um börnin og lögregla kölluð til. Blessunarlega komu þau í leitirnar heil á húfi.

Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð óhapp þar sem barn kom við sögu. Barnið hafði sett krónupening upp í sig sem festist svo í hálsi en lokaði þó ekki öndunarvegi. Barnið var flutt á bráðamóttöku þar sem peningurinn var losaður og það fékk aðhlynningu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -