- Auglýsing -
Lögreglu bárust tilkynningar um foktjón sem varð vegna veðurs í gærkvöldi og nótt. Meðal annars losnaði þakplata af húsi í Kópavogi og hurð í heimahúsi fauk einnig upp.
Þá var brotist inn í íþróttahúsnæði í Hafnarfirði. Ekki er vitað hvort innbrotþrjófurinn náðist eða hvort einhverju hafi verið stolið.
Ökumaður sem ók of hratt var stöðvaður af lögreglunni í gærkvöldi. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn reyndist bæði drukkinn og undir áhrifum vímuefna.