Ökuníðingur sem var stöðvaður í Colorado skipti um sæti við hundinn sinn sem var í farþegasætinu til að forðast handtöku, að sögn lögreglunnar í Colorado.
Lögreglumaður sem stöðvaði ökuníðinginn er sagður hafa séð manninn færa sig yfir í farþegasæti bílsins rétt áður enn hann kom að bifreiðinni.
Maðurinn var stöðvaður fyrir hraðakstur. Hann ók á 84 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund.
Hann var einnig ölvaður, segir lögreglan í Springfield í Facebook-færslu.
Maðurinn þrætti fyrir að hafa ekið og hljóp í burtu þegar lögreglumaður lét í ljósi grunsemdir um ölvunarakstur.
Hann komst þó ekki langt þar sem hann hann var handtekinn 20 metra frá bílnum. Hann var ákærður fyrir akstur undir áhrifum, mótspyrnu við handtöku og hraðakstur.