Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Drungaleg dulúð í Langholtskirkju

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngsveitin Ægisif flytur kórverkið Bjöllurnar ásamt nokkrum vel völdum perlum úr Náttsöngvunum eftir Sergej Rachmaninov í Langholtskirkju Laugardaginn 21. apríl. Tónleikarnir hefjast klukkan 17.

„Þessi tegund tónlistar er okkur Íslendingum í raun ekki svo framandi,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson, kórstjóri, tónskáld og stofnandi Söngsveitarinnar Ægisif, um tónlistina á fyrirhuguðum tónleikum. „Dökki liturinn sem einkennir mjög rússneskan tónheim á mikið sameiginlegt með gömlu íslensku þjóðlögunum.“

Kórsinfóníuna Bjöllurnar op. 35 samdi Rachmaninov árið 1913 við texta Edgars Allan Poe, The bells. Verkið er í fjórum köflum sem hver um sig túlkar ákveðið æviskeið mannsins, frá fæðingu til greftrunar. Litróf stemningarinnar er afar breitt og sveiflast frá drungalegri dulúð í síðrómantískan hátíðleika. Upphaflega er verkið samið fyrir stóra sinfóníuhljómsveit auk kórs og einsöngvara en fyrir utan sönginn verður það flutt hér í nýrri undirleiksumritun fyrir píanó. Þess má geta að þetta er frumflutningur verksins á Íslandi.

Náttsöngvar Rachmaninovs op. 37 voru fyrst fluttir í mars 1915 en vegna rússnesku byltingarinnar og opinberrar liststefnu í kjölfar hennar voru þeir ekki endurfluttir fyrr en hálfri öld síðar.

Einsöngvarar á tónleikunum verða Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Hrafnhildur Árnadóttir og Fjölnir Ólafsson. Píanóleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir.

Mynd: Hrafnhildur Árnadóttir verður meðal einsöngvara á tónleikum Söngsveitarinnar Ægisif.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -