Druslugöngunni hefur verið frestað um óákveðin tíma vegna ástandsins í þjóðfélaginu sökum mikilla Covid-19 smita. Það kemur fram á Facebook síðu Druslugöngunar.
Þar segir: „Við í skipulagsteymi Druslugöngunnar höfum tekið þá sáru ákvörðun að fresta göngunni um óákveðinn tíma vegna nýjustu frétta um aðgerðir í ljósi fjölgunar á covid19 smitum í samfélaginu. Þrátt fyrir að takmarkanirnar taki ekki gildi fyrr en annað kvöld finnst okkur mikilvægt að fylgja fyrirmælum stjórnvalda og sýna þá samfélagslegu ábyrgð að gera það sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir áframhaldandi útbreiðslu smita. Viðburður eins og Druslugangan sjálf er gífurlega mikilvægur fyrir þolendur ofbeldis og munum við halda áfram að vekja athygli á málstaðnum á meðan þörf er á.