Kötturinn Diegó er týndur. Hann er þekktasti köttur landsins. Eigandinn, Sigrún Ósk Snorradóttir, greinir frá hvarfi kattarins í aðdáenddahóp kisa á Facebook í gær. „Hann er ekki heima, við erum búinn að fara á alla staðina sem elsku Diegó heldur sig í Skeifunni og við höfum ekki fundið hann. En ef þið sjáið elsku Diegó á vappinu ekki í sínu umhverfi megi þið endilega láta mig vita svo ég geti náð í litla kallinn okkar,“ skrifar hún.
Í umræðum á síðunni segir Jónína nokkur að hún telji sig hafa séð konu fara með köttinn í strætisvagn númer 14. Hún birti mynd þessu til sönnunar. „Mér fannst að hafi sé Diegó í 14 með einhverju manneskju hún kom inn um 18:30 hjá Grensásvegi …,“ skrifar hún.
Diego hefur verið fastagestur í Skeifunni þar sem hann heldur sig gjarnan til í anddyri Hagkaupa eða verslun A4. Diego hefur um árabil vakið athygli fyrir heimsóknir sínar í Skeifuna. Aðdáendasíða síða hans á Facebook heitir Spottaði Diego – og er með um fimmtán þúsund manns.
Öryggisverðir í verslunum í Skeifunni voru í gær beðnir um að svipast eftir kettinum.