Mánudagur 25. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Dularfullt dráp á hestum á Skeggjastöðum: Gæsaskyttur með stóran riffil grunaðir um að bana hestum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Dularfullt mál er komið upp á Skeggjastöðum í Vestur Landeyjum. Tvö hross fundust dauð. Blætt hafði úr nösum þeirra, Svo virðist sem þau hafi verið skotin.

Sagt var frá þessu í hádegisfréttum Bylgjunnar og vitnað í Baldur Eiðsson, sem býr í Lindartúni í Landeyjum. Hrossin voru í hagagöngu í landi Skeggjastaða sem Baldur hefur til umráða. Skammt frá eru veiðilendur gæsaveiðimanna.

Baldur lýsti því að á föstudag í síðustu viku fór hann að athuga með hrossin. Þá finn hann tvö dauð hross í mýrinni. „Ég sé að það hefur blætt úr nösunum á þeim og þau hafa dottið niður dauð. Síðan í gær hitti ég nágranna minn og hann hafði þá stoppað menn helgina áður, þá sennilega menn í óleyfi,“ sagði hann við Bylgjuna.

Ég er búinn að kæra þetta til lögreglunnar og hún hefur hafið rannsókn. Ég er búinn að fá dýralækni og hann staðfesti það líka, það eru engin ummerki um spark eða eitthvað slíkt“.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -