Lögreglan stóð mann að verki við sölu fíkniefna í nótt. Við rannsókn málsins gaf hann ekki upp nafn og var ekki með persónuskilríki. Dularfulli dópsalinn var handtekinn og hann læstur inni í fangaklefa þar til málin skýrast með nýjum degi.
Ökumaður sem var stöðvaður reyndist vera án ökuréttinda.
Þrír voru vistaðir í fangageymslu vegna rannsóknar á ráni sem var framið.
Lögreglan aðstoðaði sjúkralið vegna ungmennis sem slasaðist eftir fall.
Á svæði Hafnarfjarðarlögreglunnar var tilkynnt um heimilisofbeldi. Karlmaður var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar á málinu.
Ökumaður stöðvaður á ofsahraða. Hann mældist vera 171 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80. Ökuníðingurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.
Lögreglan hafði afskipti af búðaþjófi sem var við iðju í matvöruverslun.
Einn maður var vistaður vegna rannsóknar á stórfelldri líkamsárás.