Ferð gleðimanns á veitingastað í miðborginni í gærkvöld endaði illa. Maðurinn drakk yfir sig og hvarf inn í algleymisástand. Lögregla var kölluð til þar sem ekki tókst að vekja manninn. Hann komst til nokkurar meðvitundar en gat ekki gefið upp hver hann væri og hafði ekki nein skilríki á sér, Hann var því vistaður í fangaklefa þar sem hann mun dvelja þar til af honum rennur af honum víman og lögregla ber á hann kennsl.
Betur tókst til með annan ofurölvi mann á veitingastað. Óskað eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem svaf ölvunarsvefni á veitingastað. Sá var vakinn og náði hann meðvitund og var vísað út í nóttina.
Enn ein uppákoman varð á veitngastað þegar kallað var eftir aðstoð lögreglu vegna einstaklings sem var með ógnandi tilburði.
Tilkynnt var um þjófnað úr eigum viðskiptavinar á veitingastað. Einnig var framið innbrot í fyrirtæki.
Óskað eftir aðstoð lögreglu við að vísa óvelkomnum út af hóteli.
Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Bifreið stöðvuð þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Reyndist ökumaður vera réttindalaus vegna fyrri afskipta lögreglu.
Tilkynnt um umferðaróhapp en þar hafði bifreið verið ekið á aðra kyrrstæða. Minni háttar tjón urðu á bifreiðum og engin slys á fólki.
Óskað eftir aðstoð lögreglu í verslun vegna viðskiptavina sem voru til vandræða.
Óskað eftir aðstoð lögreglu að endurvinnslustöð vegna einstaklings sem var inni á svæðinu um miðja nótt.
Bifreið stöðvuð en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist ökumaður vera án ökuréttinda.
Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um of hraðan akstur.